Hvað er endurunnið polyester?

Endurunnið polyester efni er gert úr polyethylene terephthalate (PET), sem er aðallega að finna í plastflöskum. Endurunnið polyester er algjörlega búið til úr notuðum plastflöskum.

 

Staðreyndir

Endurunnar plastflöskur draga úr úrgangi sem þyrfti annars að urða

Nota 33-53% minni orku í framleiðslu heldur en venjulegt polyester

Útilokar þörf fyrir jarðolíu (petroleum)

60 milljónir af plastflöskum fara í ruslið alla daga um allan heim

 

Hvernig er efnið búið til?

Flöskurnar eru muldnar

Brætt í þræði

Áferð er bætt við

Ofið í efni

 

1. Notuðu PET flöskurnar eru hreinsaðar, þurrkaðar og muldnar í litlar flögur.

2. Þessar flögur eru síðan bræddar í vökva og látnar fara í gegnum spunavél til að mynda garnþræði. Þeim er svo undið upp á kefli.

3. Þræðirnir eru settir í gegnum vél sem þjappar þeim saman til að búa til þá áferð sem óskað er eftir.

4. Garnið er bagað, litað og ofið í efni.

 

Hvers vegna elskum við endurunnið polyester?

Endurunnið polyester er vottað af Global Recycled Standard*. Það stuðlar að hringrásar tísku. Það gefur nýju lífi í gömul efni sem eru ekki niðurbrjótanleg og myndu annars fara til spillis.

Vegna styrkleika, endingu og fjölhæfni þess.

*Global Recycled Standard er vöruviðmið til að fylgjast með og sannreyna innihald endurunnar efna í endanlegri vöru. Þetta á við um alla aðfangakeðjuna með það að markmiði að auka notkun á endurunnum efnum í vörur og draga úr/útrýma skaða af völdum framleiðslu þess.